Nýr samningur um augasteinsaðgerðir

29.8.2019

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest samning milli Sjúkratrygginga Íslands og LaserSjónar ehf. um augasteinsaðgerðir fyrir sjúkratryggða einstaklinga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Samningurinn er til eins árs og var gerður í kjölfar verðfyrirspurnar þar sem óskað var tilboða í framkvæmd 600 augasteinaðgerða á 12 mánaða tímabili. Verðfyrirspurnin leiddi til þess að verð fyrir þjónustuna er nú tæplega 13% lægra en verð í fyrri samningum um sömu þjónustu.

Með staðfestingu ráðherra hefur samningurinn öðlast gildi og eru þá þrír aðilar sem framkvæma augasteinsaðgerðir með greiðsluþátttöku hins opinbera, þ.e. Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri og LaserSjón.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica