Nýr samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Þrautar ehf.

20.2.2015

  • thraut_logo

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjan samning á milli Sjúkratrygginga Íslands og Þrautar ehf. um meðferð einstaklinga með vefjagigt og tengda sjúkdóma.

Tilgangur með samningnum er sá að auka lífsgæði þessara sjúklinga, efla færni þeirra til daglegra athafna, fræða þá um vefjagigt og tengda sjúkdóma og kenna þeim og þjálfa í leiðum til sjálfshjálpar.

Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á uppbyggingu meðferðar hjá Þraut frá fyrri samningi, með það að leiðarljósi að stytta biðlista með því að fjölga greiningum og einstaklingum sem fá endurhæfingu.

Sjá fréttatilkynningu á vef velferðarráðuneytisins:
http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/35047

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica