Nýr rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands um gistingu og hótelþjónustu á höfuðborgarsvæðinu

20.5.2016

Rekstraraðilar gististaða geta óskað eftir aðild að samningnum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hver rekstraraðili þarf að tilgreina lágmarks- og hámarksframboð gistinátta yfir sumartíma og vetrartíma. Heildarframboð er tilgreint í rammasamningnum og framboð einstakra rekstraraðila þarf að rúmast innan samningsins.

Markmið með rammasamningnum er að tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Sérstaklega fyrir þá einstaklinga sem þurfa heilsu sinnar vegna að dvelja fjarri heimili sínu vegna rannsókna og/eða meðferðar á höfuðborgarsvæðinu.

Heildarumfang samningsins er 5.445 gistinætur eða alls 113,3 m.kr. á samningstímabilinu. Rammasamningurinn gildir frá 1. júní 2016 til 30. apríl 2017.

Fyrir umsamda þjónustu greiða Sjúkratryggingar Íslands það sem á vantar að greiðsla dvalargests nemi fullri þóknun. Full þóknun fyrir hverja gistinótt er kr. 19.900,- m/vsk. og inniheldur allan kostnað og gjöld, þar með talið fullt fæði. Yfir sumartíma er greitt 30% álag. Greiðsla sjúkratryggðs er 1.200 kr. í samræmi við reglugerð um gjald fyrir dvöl á sjúkrahóteli.

Umsókn um aðild má finna hér: http://www.sjukra.is/heilbrigdisstarfsfolk/samningar-um-heilbrigdisthjonustu/

Allar umsóknir um aðild sendist á netfangið: sjukrahotel@sjukra.is

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica