Nýir sjúkrabílar formlega afhentir

17.8.2020

  • Afhending sjúkrabíla3

Nýir sjúkrabílar, tuttugu og fimm talsins voru formlega afhentir 14. ágúst, en endurnýjun sjúkrabíla landsmanna byggist á samkomulagi Sjúkratrygginga Íslands og Rauða krossins á Íslandi. Þegar er hafinn undirbúningur að frekari endurnýjun sjúkrabílaflotans í samstarfi aðila.  

Nýju bílarnir auka bæði gæði og öryggi í þjónustu við þá sem þurfa á sjúkraflutningum að halda auk þess sem þeir tryggja sjúkraflutningamönnum betri vinnuaðstæður. Um er að ræða nýjustu gerð af Mercedes Benz Sprinter en útlit þeirra er töluvert frábrugðið því sem áður var. Bílarnir eru gulir á lit með svokölluðu Battenburg mynstri sem eykur sýnileika þeirra í umferðinni. Góð reynsla hefur verið af slíkum merkingum hjá nágrannaþjóðum okkar. Bílarnir eru merktir Rauða krossinum á Íslandi auk bláu stjörnunnar / stjörnu lífsins, sem er alþjóðlegt merki sjúkraflutningamanna.

Nýir sjúkrabílar eru þegar komnir í notkun á Selfossi, Akranesi, Akureyri og í Reykjanesbæ og svo kemur röðin að slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu síðar í mánuðinum.

Sjúkratryggingar Íslands þakka Rauða krossinum fyrir faglegt og gott samstarf um þetta mikilvæga verkefni.

Afhending sjúkrabíla1

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica