Nýir samningar um viðgerðarþjónustu vegna göngugrinda og handknúinna hjólastóla

2.1.2015

  • Hjalpartaeki

Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samninga við Hjólið ehf. í Kópavogi og Örninn hjól ehf. í Reykjavík um einfaldar viðgerðir á göngugrindum og handknúnum hjólastólum.

Notendur geta sótt viðgerðarþjónustu til þessara hjólreiðaverkstæða vegna einfaldra viðgerða á göngugrindum og handknúnum hjólastólum en geta jafnframt valið verkstæði hjálpartækjamiðstöðvar SÍ kjósi þeir það frekar.  Vonast er til að þessi þjónusta sé til bóta fyrir notendur hjálpartækja.

Hjólið ehf.                                         Örninn hjól ehf.
Smiðjuvegi 9, gul gata                     Faxafen 8
Kópavogi                                          Reykjavík
Sími: 561 0304                                   Sími: 588-9890

Samningar gilda frá 1.janúar 2015.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica