Ný reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir
Ný reglugerð, nr. 1239/2018, um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tæknifrjóvganir sem veittar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands tók gildi þann 1. janúar 2019.
Helsta breytingin er að nú taka sjúkratryggingar þátt í kostnaði við 1. og 2. meðferð en áður var greiðsluþátttaka sjúkratrygginga bundin við 2. – 4. meðferð. Að auki er ekki lengur skilyrði að um sé að ræða par sem ekki á barn saman eða einhleypa konu sem ekki á barn, eins og var í eldri reglugerð.
Endurgreiðsla sjúkratrygginga er nú sem hér segir:
- 5% af fyrsta skipti í glasafrjóvgun (IVF) og smásjárfrjóvgun (ICSI).
- 30% af öðru skipti í glasafrjóvgun (IVF) og smásjárfrjóvgun (ICSI).
- 65% af eftirtöldu:
- vegna eggheimtu og frystingu eggfruma þegar um er að ræða konur með yfirvofandi ófrjósemisvandamál vegna fyrirsjáanlegrar lyfjameðferðar, geislameðferðar eða beinmergsflutnings,
- fyrir að þíða egg og frjóvga, sbr. tl. a,
- vegna ástungu á eista og frystingu sáðfruma þegar um er að ræða karlmenn með yfirvofandi ófrjósemisvandamál vegna fyrirsjáanlegrar lyfjameðferðar, geislameðferðar eða beinmergsflutnings,
- vegna geymslugjalds á frystum fósturvísum/eggfrumum/sáðfrumum, í þeim tilfellum sem tilgreind eru í tölul. a og c, þó að hámarki í 10 ár.
Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga miðast við gjaldskrá sem Sjúkratryggingar Íslands gefa út