Ný reglugerð um styrki vegna hjálpartækja nr. 760/2021 hefur verið gefin út af Heilbrigðisráðherra og tekur gildi 1. júlí.

30.6.2021

  • SÍ lógó

Ný reglugerð um styrki vegna hjálpartækja nr. 760/2021 hefur verið gefin út af Heilbrigðisráðherra og tekur gildi 1. júlí.

Fjárhæðir styrkja vegna kaupa á hjálpartækjum munu í flestum tilfellum hækka með reglugerðinni og eru styrkirnir færðir upp til verðlags sem ekki hefur verið gert frá árinu 2008. Um er að ræða hjálpartæki sem auðvelda fólki að takast á við athafnir daglegs lífs.

 

Í reglugerðinni er einnig nýleg breyting sem kveður á um heimild Sjúkratrygginga Íslands til að veita styrki til kaupa á tilteknum hjálpartækjum fyrir börn sem búa á tveimur heimilum. Heimilin verða þannig jafnsett og börnin eiga hjálpartækin vís á báðum stöðum. Þessir styrkir eru veittir vegna kaupa á sjúkrarúmum, dýnum, stuðningsbúnaði og hjálpartækjum tengdum salernisferðum.

Í reglugerðinni er flokkunarkerfi hjálpartækja EN ISO9999:2002 einnig uppfært í 2016 útgáfu staðalsins (EN ISO9999:2016). Það hefur í för með sé að í einhverjum tilfellum verða breytingar á ISO númerum og/eða ISO heitum.

Sjá reglugerðina hér (til að sjá fylgiskjalið þarf að opna pdf útgáfuna): https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=39628d9f-4154-446c-a197-801abb317852

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica