Ný reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja

15.6.2018

Þann 1. júlí 2018 tekur gildi reglugerð nr. 1266/2017, um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja

Með breytingunum verður afgreiðsla lyfja sem innihalda amfetamín og metýlfenídat takmörkuð við lyfjaskírteini Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), sbr. 5. gr. reglugerðarinnar. Því verður metýlfenídat ekki afgreitt nema viðkomandi einstaklingur sé með gilt lyfjaskírteini frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). 

Í dag eru öll lyfjaskírteini rafræn og geta einstaklingar skoðað gildistíma þeirra í Réttindagátt á sjukra.is.  Þann 21. júní munu læknar getað skoðað gildistíma skírteina í Gagnagátt inn á sjukra.is.

Afgreiðslutakmörkun verður sett á eftirritunarskyld lyf, sbr. 12. gr. reglugerðarinnar. Mest mega apótek nú afgreiða lyf til 30 daga í senn og þurfa nú að líða 25 dagar milli afgreiðslna.   Heimilt verður að gefa út fjölnota lyfjaávísanir fyrir eftirritunarskyldum lyfjum.

Vakin er athygli á því að frá gildistöku reglugerðarinnar, 1. júlí 2018, gilda ekki lengur lyfjaávísanir lækna frá Evrópska efnahagssvæðinu á eftirritunarskyldum lyfjum, sbr. 26. gr. Þeir sem nota erlendar lyfjaávísanir fyrir eftirritunarskyldum lyfjum þurfa því að hafa samband við lækni með íslenskt lækningaleyfi.

Frekari upplýsingar um þessar breytingar má sjá á heimasíðu Stjórnarráðs Íslands

https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=e5cf150d-33a7-11e6-80c7-005056bc217f&newsid=8da59182-6d86-11e8-942c-005056bc530c

Lyfjaskírteini er gefið út að fenginni umsókn læknis, að uppfylltum vinnureglum sem Sí gefa út. Afgreiðsla slíkra umsókna tekur að meðaltali 4 virka daga en í einstaka tilfellum getur það tekið lengri tíma.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica