Ný heilsugæslustöð opnar 1. júní.

31.5.2017

Þann 1. júní 2017 opnaði ný heilsugæslustöð, Heilsugæslan Höfða að Bíldshöfða 9 Reykjavík, og er opnun hennar liður í stefnu stjórnvalda að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu. Nýjar heilsugæslustöðvar hafa ekki verið opnaðar á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2006 þegar Heilsugæslan Glæsibæ og árið 2004 þegar Salastöðin í Kópavogi tóku til starfa.

Heilsugæslan Höfða er í eigu heimilislækna sem starfa við stöðina. Fjármögnun hennar er með sama hætti og annarra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og byggir að mestum hluta á fjölda skráðra einstaklinga á stöð, sjúkdómsbyrði þeirra einstaklinga sem heilsugæslustöðin sinnir ásamt því að greitt er fyrir ýmsa þætti sem stuðla eiga að bættri þjónustu. Stöðin býður upp á alla almenna þjónustu heilsugæslustöðva s.s. læknismóttöku, hjúkrunarmóttöku, ungbarna- og mæðravernd auk forvarna. Samkvæmt heimasíðu Heilsugæslunnar Höfða http://hgh.is/ er einnig stefnt að því að bjóða skjólstæðingum með fjölþættan vanda upp á aðgengi að teymi heilbrigðisstarfsmanna sem heldur utan um mál viðkomandi.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica