Ný gjaldskrá fyrir dagdvalarrými

3.2.2017

Sjúkratryggingar hafa gefið út nýja gjaldskrá fyrir dagdvalarrými sem gildir frá 1. janúar 2017.

Heildarfjöldi dagdvalarrýma var 702 rými skv. gjaldskrá í upphafi árs 2016 en 728 í ársbyrjun 2017 sem er fjölgun um 26 rými.

 

 

Heildarfjárþörf dagdvalarrýmanna er á bilinu 1,6 – 1,7 milljarðar en við það bætist hluti notenda þjónustunnar sem er liðlega 210 milljónir.  Starfsemin er á 52 heimilum og þar af eru 16 nú þegar með 100% nýtingu á plássum.Til að tryggja betur kaupendahlutverk SÍ gagnvart dagdvalarheimilum er eftirsóknarvert að komið verði á rammasamningi um þessa þjónustu strax á árinu 2017. Samningnum er ætlað að fela í sér markmið aðila og aukið gagnsæi í starfseminni. Í honum á að koma fram með skýrum hætti hvaða þjónustu eigi að veita og hvernig gæði hennar séu tryggð.

Gjaldskrána má sjá á http://www.sjukra.is/heilbrigdisstarfsfolk/oldrunarthjonusta/ ásamt reglugerð um dagdvöl aldraðra.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica