Nú er hægt að skila gögnum inn í gegnum Réttindagáttina

20.3.2020

  • Kross_litill

Þjónustuver Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) lokaði frá og með mánudeginum 16. mars vegna COVID-19. Hægt er að skila inn pappírsgögnum í póstkassa í anddyri SÍ á Vínlandsleið, en mælt er með því að allir sem geta nýti sér rafræn örugg skil á gögnum um Réttindagátt – Mínar síður. Þar er hægt að skila inn flest öllum gögnum, m.a. útfylltum eyðublöðum (Eyðublöð og vottorð).

Þær umsóknir sem er skilað í gegnum Réttindagáttina á þennan máta þurfa ekki að vera með undirritun þess sem sendir inn. En ef nauðsyn er á undirskrift annarra þarf að senda inn skannað skjal með undirritun.

Hér má kynna sér leiðbeiningar fyrir skil á gögnum í gegnum Réttindagáttina

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica