Réttindi sjúkratryggðra til læknismeðferðar í löndum á evrópska efnahagssvæðinu og Sviss (lönd innan EES) þegar löng bið er eftir meðferð á Íslandi.

5.2.2016

Kveðið er á um réttindi sjúkratryggðra einstaklinga sem þurfa að bíða lengi eftir læknismeðferð í 20. gr. reglugerðar nr. 442/2012 (innleiðing Evrópureglugerðar nr. 883/2004). 

Þar kemur fram að tryggður einstaklingur sem ferðast til annars EES lands í þeim tilgangi að fá læknismeðferð, skuli óska fyrirfram heimildar hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). SÍ meta hvert mál og ef heimild er veitt, greiða SÍ meðferðarkostnað að frádregnum þeim hluta sem sjúklingar greiða í viðkomandi landi.

Skilyrði er að umrædd meðferð sé veitt á Íslandi en einstaklingurinn eigi ekki kost á henni innan tímamarka sem má réttlæta læknisfræðilega ef mið er tekið af núverandi heilsufarsástandi hans og líklegri framvindu sjúkdómsins. Því er nauðsynlegt að umsókninni fylgi vottorð meðferðarlæknis á Íslandi sem staðfestir þetta.

Þar sem krafist er fyrirfram samþykkis SÍ þarf samþykki að liggja fyrir áður en leitað er meðferðar í öðru EES landi.

Nánari upplýsingar eru hér á vefsíðu SÍ:  /heilbrigdisthjonusta/rettindi-milli-landa/laeknismedferd-erlendis/langur-bidtimi-eftir-medferd-a-islandi/
Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica