Endurkröfur vegna ferðamanna

22.9.2014

  • SjukratryggingarMerki_skja

Sjúkratryggingar Íslands greiða kostnað samkvæmt milliríkjasamningum fyrir þá sem dvelja hér á landi um stundarsakir og þurfa óvænt á heilbrigðisþjónustu að halda. 

Sem dæmi má nefna að þegar erlendur ferða­maður frá EES-ríkjunum lendir í slysi eða veikist óvænt hér á landi og sækir sér nauðsynlega heilbrigðis­þjón­ustu, þá sendir heil­brigðisstofnunin reikning til Sjúkratrygginga Íslands ásamt afriti af ES-korti og skil­ríkj­um sjúklings­ins. Sjúkratryggingar Íslands greiða þá kostnaðinn og endurkrefja hann síðan hjá hlutaðeigandi EES-ríki. Með þessu er tryggt að íslenska 
heil­brigðis­stofn­unin fær greiðslu fyrir sína þjónustu mjög fljótt og þarf ekki að standa í inn­heimtu gagnvart 31 ríki með tilheyrandi pappírsvinnu, kostnaði og töfum á greiðslum.

Aukningar erlendra ferðamanna á Íslandi gætir því í þessari þjónustu eins og á mörgum öðrum sviðum. Þannig má nefna að Sjúkratryggingar Íslands höfðu milligöngu um greiðslu 927 slíkra reikninga á árinu 2010 en 2.581 á árinu 2013. Útlit er fyrir að enn eitt metið verði slegið í fjölda reikninga á árinu 2014.  Miðað við fyrstu átta mánuði ársins verða reikningarnir 3.423 á þessu ári og aukningin 2.496 reikningar (169,3%) frá árinu 2010.

 Veitendur heilbrigðisþjónustu vegna ferðamanna frá EES - ríkjum 2013

 Heilbrigðisstofnun Fjöldi  m.kr. 
 Landspítali
 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
 Heilbrigðisstofnun Suðurlands
 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
 Aðrar heilbrigðisstofnanir
 535
 698
 340
 209
 799
 197,6
   29,3
     8,5
     5,0
   19,0
  Alls  2.581  259,5

Hér fyrir neðan er yfirlit yfir fjölda og fjárhæð greiddra reikninga eftir búsetulandi EES-ferðamanna árin 2010 og 2013.

Fjöldi greiddra reikninga eftir búsetulandi sjúklings*

Land  2010  2013   Aukning
 Danmörk  126  578  452
 Noregur  88  431  343
 Svíþjóð  99  281  182
 Þýskaland  118  250  132
 Bretland  107  244  137
 Frakkland  71  138  67
 Ítalía  33  96  63
 Sviss  36  92  56
 Holland  24  88  64
 Spánn  39  86  47
 Önnur EES-lönd  186  297  111
 Alls  927  2.581  1.654

Fjárhæðir greiddra reikninga eftir búsetulandi sjúklings*

Land    2010  2013  Aukning
 Danmörk  14,5  43,6  29,1
 Noregur  5,1  35  29,9
 Svíþjóð  19  19,2  0,2
 Þýskaland  10,7  28,1  17,4
 Bretland  5,1  40,4  35,3
 Frakkland  1,8  13,8  12
 Ítalía  1,7  5,2  3,5
 Sviss  5,7  9  3,3
 Holland  0,3  21  20,7
 Spánn  0,5  6  5,5
 Önnur EES-lönd  19,2  38,1  18,9
 Alls  83,6  259,4  175,8

*Reikningar sem SÍ greiða íslenskum heilbrigðisstofnunum vegna heilbrigðisþjónustu við einstaklinga sem
eru sjúkratryggðir í öðrum EES-löndum.


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica