Ný stjórn Sjúkratrygginga Íslands

15.8.2014

  • Sjúkratryggingar Íslands

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra hefur skipað nýja stjórn Sjúkratrygginga Íslands til næstu fjögurra ára, í samræmi við 6. gr. laga um sjúkratryggingar nr. 112/2008, en skipunartími frá farandi stjórnar rann út í dag 15. ágúst.

Ný stjórnin er skipuð þeim Birni Zoëga, bæklunarskurðlæknir sem verður formaður. 
Varamaður formanns er Stefán Þórarinsson, læknir.  Aðrir stjórnar menn eru Berglind Hallgrímsdóttir, verkfræðingur (varamaður, Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsráðgjafi), Helga Tatjana Zharov, lögfræðingur (varamaður,  Guðjón Bjarni Hálfdánarson, lögfræðingur). Guðmundur Magnússon, rekstrarverkfræðingur, (varamaður, Vífill Karlsson, hagfræðingur) og Birna Kr. Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur (varamaður, Valgerður Sveinsdóttir, lyfjafræðingur). 

Helstu verkefni stjórnar Sjúkratrygginga eru að staðfesta skipulag stofnunarinnar, útbúa árlega starfsáætlun og fjárhagsáætlun og marka henni langtímastefnu. Skal stjórnin hafa eftirlit með starfsemi stofnunarinnar og að rekstur hennar og greiðslur vegna sjúkratryggðra séu innan ramma fjárlaga á hverjum tíma.

Fráfarandi stjórn var skipuð þeim Dagnýju Brynjólfsdóttur, Garðari Mýrdal, Jóhannesi Pálmasyni, Kristni H. Gunnarssyni og Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur.  Varamenn voru Hólmfríður Grímsdóttir, Dýrleif Skjóldal, Björg Bára Halldórsdóttir, Ellert B. Schram og Stefán Jóhann Stefánsson.  Um leið og ný stjórn er boðin velkomin til starfa er fráfarandi stjórn þakkað sérlega gott samstarf síðast liðin fjögur ár.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica