Útboð vegna sjúkrahótels

Útboð á gistingu og hótelþjónustu vegna reksturs sjúkrahótels

28.7.2014

Ríkiskaup, fyrir hönd Sjúkratrygginga Íslands standa fyrir útboði á gistingu og hótelþjónustu vegna reksturs sjúkrahótels á höfuðborgarsvæðinu fyrir sjúkratryggða sjúklinga.  Útboðið miðar að því að samningsbinda framboð 7.900 -12.200 gistinátta á ári.

Markmið með útboðinu er að bæta aðgengi sjúkratryggðra að heilbrigðisþjónustu, auka gæði þjónust­unnar, stuðla að hagkvæmni í rekstri og auknum afköstum á sjúkrahúsum.

Um er að ræða samning til þriggja ára með möguleika á framlengingu um eitt ár tvisvar sinn­um. Samningstími getur því orðið allt að 5 ár. Samið verður við einn hæfan bjóðanda.

Innifalið í gistingu og hótelþjónustu vegna reksturs sjúkrahótels skal vera allt það sem tekur til almennra þátta hótelrekstrar og þjónustu. Bjóðandi skal hafa gilt starfsleyfi og rekstrarleyfi fyrir hótel- og veitingarekstri.

Samhliða þessu útboði verður gerður sérstakur samningur um rekstur hjúkrunarþjónustu á sjúkrahótelinu milli SÍ og veitanda heilbrigðisþjónustu. Sjúklingar sem dvelja á sjúkrahóteli eiga þess kost að fá heilbrigðisþjónustu á sjúkrahótelinu skv. tilvísun eða beiðni. Þjónustan verður sambærileg þeirri sem veitt er í almennri og sérhæfðri heimahjúkrun og heima­þjón­ustu.

Nýr samningur í kjölfar útboðs þessa mun taka gildi 1. mars 2015 og tekur við af núgildandi samningi um rekstur sjúkrahótels að Ármúla 9.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica