Nauðsynlegar meðferðir erlendis sem ekki eru í boði á Íslandi

31.7.2018

Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir gagnreyndar meðferðir erlendis sem ekki eru í boði á Íslandi skv. 23. gr. laga um sjúkratryggingar nr. 112/2008.  Ráðgefandi nefnd, svokölluð siglingarnefnd, fjallar um málin en önnur umsýsla er í verkahring Alþjóðadeildar Sjúkratrygginga Íslands. Í meðfylgjandi samantekt má sjá bæði umsóknarfjölda og greiðslur vegna þessara mála fyrir árin 2007-2017. 

Greiðslur í samantektinni eru flokkaðar eftir sjúkdómsgreiningum.

Úttekt siglinganefndar 2007-2017

Vert er að taka sérstaklega fram að undir sjúkdómsflokknum, illkynja sjúkdómar, falla bæði svokölluð PET skönn og meðferðir annarra illkynja sjúkdóma. Fjölgun mála sl. 10 ár má einmitt rekja að stórum hluta til fjölgunar í svokölluðum PET skönnum. Sjúkratryggingar Íslands eru með samninga um PET rannsóknir á tveimur stöðum.  Annars vegar vegna almennra PET rannsókna við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn, Danmörk, og hins vegar við Háskólasjúkrahúsið í Lundi, Svíðþjóð um sérhæfðar PET rannsóknir (frá árinu 2016).

Innan fárra vikna er áætlað að stór hluti PET rannsókna muni fara fram á Landsptítala þar sem nú hefur verið settur upp PET skanni. Þegar hann kemst í notkun munu flestar PET rannsóknir geta farið fram hér á landi. Það verður þó eftir sem áður til staðar þörf fyrir sérhæfðar PET rannsóknir sem ekki er hægt að framkvæma hér á landi og Sjúkratryggingar Íslands munu halda áfram að greiða fyrir þær. 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica