Líffæragjafir

10.3.2016

Á árinu 2015 voru gefin líffæri í 371 skipti í Evrópu í tengslum við dauðsföll, sem var met samkvæmt upplýsingum Sahlgrenska sjúkrahússins í Svíþjóð, en þangað fara flestir sjúklingar sem þurfa á líffæraígræðslu að halda og eru sjúkratryggðir á Íslandi.  Líffæragjöfum hefur fjölgað umtalsvert og  mesta aukningin var á Íslandi. 

 

Á árinu 2015 voru líffæragjafarnir 12 á Íslandi. Þetta þýðir 36.4 líffæragjafa á milljón íbúa sem setur Ísland á toppinn yfir líffæragjafa í Evrópu.  Án efa er þetta að þakka mikilli vitundarvakningu sem orðið hefur meðal almennings og starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar.  Í hvert skipti sem líffæri eru gefin er mögulega hægt að bjarga nokkrum mannslífum.

Í töflunni hér að neðan er yfirlit yfir fjölda líffæra frá íslenskum gjöfum á undanförnum árum:

Líffæraígræðslur

 Á árinu 2015 fengu 13 sjúkratryggðir einstaklingar ígrætt líffæri en þeir sem höfðu verið lengst á biðlista voru búnir að bíða frá árinu 2010.  Útgjöld Sjúkratrygginga Íslands vegna líffæraígræðslna á árinu 2015 voru ríflega 223 millj. kr.  en ef ferða- og uppihaldskostnaður er tekinn með námu útgjöldin um 272 millj. kr.

Þess má geta að nýrnaígræðslur frá lifandi gjöfum á Íslandi eru einnig í efstu sætum í Evrópu. 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica