Leiðrétt verð í reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra

7.1.2020

Reglugerð nr. 1145/2019 fellur úr gildi og reglugerð nr. 1248/2019 tekur við.

 

Greiðslumark almennings verður 26.753 kr., og greiðslumark ellilífeyrisþega, örorkulífeyrisþega og barna verður 17.835 kr. Lágmarksgreiðsla á mánuði verður því 4.459 kr. hjá almennum einstaklingum og 2.973 kr. hjá ellilífeyrisþegum, örorkulífeyrisþegum og börnum sem eru ekki með tilvísun frá heimilis- eða heilsugæslulækni.

Komugjald einstaklinga á þá heilsugæslustöð þar sem þeir eru skráðir á verður 700 kr. og komugjald einstaklinga á heilsugæslustöð sem viðkomandi er ekki skráður á verður 1.200 kr.

Komugjald á heilsugæslu og læknavakt er gjaldfrjáls fyrir ellilífeyrisþega, örorkulífeyrisþega og börn.

Komugjald vegna komu, endurkomu og komu á bráðamóttöku sjúkrahúsa verður 6.868 kr. fyrir almenna einstaklinga en verður 4.510 kr. hjá ellilífeyrisþegum, örorkulífeyrisþegum og hjá börnum sem eru ekki með tilvísun frá heimilis- eða heilsugæslulækni. Komugjald á göngudeildir sjúkrahúsa verður 3.793 kr. fyrir almenna einstaklinga en 2.460 kr. hjá ellilífeyrisþegum, örorkulífeyrisþegum og börnum sem eru ekki með tilvísun frá heimilis- eða heilsugæslulækni.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica