Kaup á 25 nýjum sjúkrabílum

21.11.2019

Í kjölfar útboðs Sjúkratrygginga Íslands er nú verið er að ganga frá samningum við Fastus um kaup á 25 sjúkrabifreiðum.  Um er að ræða bíla af tegundinni Mercedes Benz Sprinter. Gert er ráð fyrir að fyrstu bílar verði afhentir ekki síðar en um miðjan september 2020. Uppsöfnuð endurnýjunarþörf var orðin töluverð þar sem síðasta útboð á sjúkrabílum var árið 2015.

Í júlí sl. gengu Sjúkratryggingar Íslands og Rauði Krossinn frá samkomulagi sem gerir ráð fyrir að endurnýjaðar verði 68 bifreiðar fyrir árslok 2022 en í heild eru í notkun rúmlega 80 sjúkrabílar á landinu öllu. Rauði Krossinn mun fljótlega hefja undirbúning að öðru útboði, en á þessu stigi liggur ekki fyrir hve margir sjúkrabílar verða keyptir í kjölfar þess.
Í nýlega samþykktri heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er lögð aukin áhersla á skilvirka og öfluga sjúkraflutninga sem miðar að því að jafna aðgengi íbúa um land allt að góðri heilbrigðisþjónustu. Endurnýjun sjúkrabifreiða og búnaðar er mikilvægur þáttur í því samhengi, til að halda uppi tilskyldum gæðum, tryggja öryggi sjúklinga og sjúkraflutningamanna og standa undir umfangi þjónustunnar til framtíðar.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica