ICF alþjóðlega flokkunarkerfi tekið í notkun

27.5.2021

  • SÍ lógó

Sjúkratryggingar Íslands hafa tekið í notkun ICF alþjóðlega flokkunarkerfið um færni, fötlun og heilsu í hjálpartækjakerfi stofnunarinnar. Með þessu gefst tækifæri til að gefa nánari upplýsingar um færni, fötlun og heilsu umsækjenda þegar sótt er um hjálpartæki.

Flokkunarkerfið (ICF eða International Classification of Functioning, Disability and Health) er gert fyrir samræmda skráningu á heilsutengdri færni og færniskerðingu og lýsir færni frá ólíkum sjónarhornum, svo sem hreyfigetu eða félagslegri aðlögun. Uppbygging þess beinir sjónum að samspili milli heilsufars, færni og aðstæðna.

ICF-flokkunarkerfið er gefið út af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og Embætti Landlæknis hefur umsjón með flokkunarkerfinu hér á landi, sjá nánar á vefsíðu Landlæknis https://www.landlaeknir.is/tolfraedi-og-rannsoknir/flokkunarkerfi/icf/

Í tillögum að endurhæfingarstefnu heilbrigðisyfirvalda er lagt til að ICF flokkunarkerfið verði tekið upp. Þar segir: „ICF flokkunarkerfið gefur möguleika á að fá staðlaða og heildstæða lýsingu á færniskerðingu og áhrifum fyrir einstaklinga, hópa eða heilar þjóðir og með því að tengja mælitæki við flokkunarkerfið má fá heildstæðar mælingar á heilsufarsvandamálum og árangri íhlutana á borð við endurhæfingu.“

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica