Hvar er þín Heilsugæslustöð ?

24.11.2016

Kerfisbreyting verður á heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu í janúar 2017. Kynntu þér málið.

Hvar er þín heilsugæslustöð?

Nú á að efla heilsugæsluna í að vera fyrsti viðkomustaður þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Liður í því er að allir verði skráðir á ákveðna heilsugæslustöð eða hjá sjálfstætt starfandi heimilislækni frá og með næstu áramótum.

Stefnt er að betra aðgengi að heilsugæslunni, bættum gæðum og fjölbreyttara starfsumhverfi innan hennar. Til að auka aðgengi almennings að heilsugæslu verða tvær nýjar heilsugæslustöðvar opnaðar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar á næsta ári. Heilsugæslan Höfða verður staðsett að Bíldshöfða 9, Reykjavík og Heilsugæslan Urðarhvarfi verður staðsett að Urðarhvarfi 8, Kópavogi. Hægt er að skrá sig á biðskráningu hjá þessum nýju heilsugæslustöðvum, sú skráning tekur gildi þegar þær stöðvar opna.

Ef þú ert ekki nú þegar skráð/ur á heilsugæslustöð verður þú skráð/ur á þá stöð sem er næst þínu lögheimili. Ef það val hentar ekki er hægt að breyta skráningu og velja aðra stöð eða sjálfstætt starfandi heimilislækni.

Farðu inn á Réttindagáttina þína https://rg.sjukra.is/ og skoðaðu hvar þín heilsugæslustöð er.

Leiðbeiningar varðandi útfyllingu inní Réttindagátt:  smella á hér til að sjá

 

Heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu

Heilsugæsla Höfðuðborgarsvæðisins

Heilsugæslan Höfða ehf
      Heimasíða – linkur á hverja stöð
Heilsugæslan Árbæ 110 Reykjavík Hraunbæ 102d-e Heilsugæsla Höfðuðborgarsvæðisins
Heilsugæslan Efra-Breiðholti 111 Reykjavík Hraunbergi 6 Heilsugæsla Höfðuðborgarsvæðisins
Heilsugæslan Efstaleiti 103 Reykjavík Efstaleiti 3 Heilsugæsla Höfðuðborgarsvæðisins
Heilsugæslan Fjörður 220 Hafnarfirði Fjarðargötu 13-15 Heilsugæsla Höfðuðborgarsvæðisins
Heilsugæslan Garðabæ 210 Garðabæ Garðatorgi 7 Heilsugæsla Höfðuðborgarsvæðisins
Heilsugæslan Glæsibæ 104 Reykjavík Álfheimum 74 Heilsugæsla Höfðuðborgarsvæðisins
Heilsugæslan Grafarvogi 112 Reykjavík Spönginni 35 Heilsugæsla Höfðuðborgarsvæðisins
Heilsugæslan Hamraborg 200 Kópavogi Hamraborg 8 Heilsugæsla Höfðuðborgarsvæðisins
Heilsugæslan Hlíðum 105 Reykjavík Drápuhlíð 14-16 Heilsugæsla Höfðuðborgarsvæðisins
Heilsugæslan Hvammi 200 Kópavogi Hagasmára 5 Heilsugæsla Höfðuðborgarsvæðisins
Heilsugæslan Höfða 110 Reykjavík Bíldshöfða 9 Heilsugæslan Höfða
Heilsugæslan Lágmúla 108 Reykjavík Lágmúla 4 Heilsugæslan Lágmúla
Heilsugæslan Miðbæ 101 Reykjavík Vesturgötu 7 Heilsugæslan Miðbæ.
Heilsugæslan Mjódd 109 Reykjavík Þönglabakka 6 Heilsugæsla Höfðuðborgarsvæðisins
Heilsugæslan Mosfellsumdæmi 270 Mosfellsbæ Þverholti 2 Heilsugæsla Höfðuðborgarsvæðisins
Heilsugæslan Salahverfi 201 Kópavogi Salavegi 2 Salus ehf.
Heilsugæslan Seltjarnarnesi 170 Seltjarnarnesi v/Suðurströnd Heilsugæsla Höfðuðborgarsvæðisins
Heilsugæslan Sólvangi 220 Hafnarfirði Sólvangsvegi 2 Heilsugæsla Höfðuðborgarsvæðisins
Heilsugæslan Urðarhvarfi 203 Kópavogi Urðarhvarfi 8 Heilsugæslan Urðarhvarfi 


Sjálfstætt starfandi heimilislæknar

Björgvin Á. Bjarnason 101 Reykjavík Egilsgötu 3 Domus Medica
Einar Rúnar Axelsson 103 Reykjavík Kringlunni 4-12 Heimilislæknastöðin Uppsölum
Eva Sigríður Kristmundsdóttir 103 Reykjavík Kringlunni 4-12 Heimilislæknastöðin Uppsölum
Gunnar Baarregaard 103 Reykjavík Kringlunni 4-12 Heimilislæknastöðin Uppsölum
Hafsteinn Skúlason 103 Reykjavík Kringlunni 4-12 Heimilislæknastöðin Uppsölum
Jón Gunnar Hannesson 103 Reykjavík Háaleitisbraut 68 Austurveri
Lárus Þór Jónsson 101 Reykjavík Egilsgötu 3 Domus Medica
Ragnar Victor Gunnarsson 103 Reykjavík Kringlunni 4-12 Heimilislæknastöðin Uppsölum
Sturla Björn Johnsen 104 Reykjavík Álfheimum 74 Heilsuvernd
Sveinn Rúnar Hauksson 101 Reykjavík Egilsgötu 3 Domus Medica
Sverrir Jónsson 101 Reykjavík Egilsgötu 3 Domus Medica
Torbjörn Andersen 104 Reykjavík Álfheimum 74 Heilsuvernd
Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica