Hnéspeglanir - umfang og kostnaður

19.7.2017

Greiningardeild Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) hefur tekið saman skýrslu um umfang og kostnað vegna hnéspeglana hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum á Íslandi. Sérfræðingar með samning við SÍ hafa verið 19 – 21 talsins sl. ár og allir staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, nema einn sem starfar á læknastofu á Akureyri.

Greiningardeild Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) hefur tekið saman skýrslu um umfang og kostnað vegna hnéspeglana hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum á Íslandi. Sérfræðingar með samning við SÍ hafa verið 19 – 21 talsins sl. ár og allir staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, nema einn sem starfar á læknastofu á Akureyri.

Algengustu ábendingar fyrir hnéspeglun eru skemmdir liðþófar, skemmt brjósk og læsing í hné. Slitgigt er ekki ábending og almennt eru liðspeglanir ekki notaðar til rannsókna eða greiningar.

Að mati SÍ er allt sem bendir til þess að þjónustan sé veitt með hagkvæmum hætti og í samræmi við viðurkenndar klíníska leiðbeiningar. Eftir sem áður er mikilvægt að skilgreina vel rétt einstaklinga til greiðsluþátttöku sjúkratrygginganna vegna hnéspeglana m.t.t. forgangsröðunar og annarra úrræða.

Samtals fóru 1.894 manns í hnéspeglun árið 2016 og var greiðsluþátttaka SÍ vegna þeirra 212 m.kr. eða 81% af heildarkostnaðnum. Meðalverð fyrir aðgerð var 133 þús.kr., þar af hlutur hins sjúkratryggða rúmar 25 þús.kr. eða 19,1%.

Árin 2010 – 2016 voru karlar um 59% og konur um 41% þeirra sem fóru í hnéspeglun. Aðgerðunum fjölgaði um 5%, sem er minna en fólksfjölgunin á tímabilinu, og meðalaldur þeirra sem fóru í aðgerð hækkaði úr 46,1 ári í 47,5 ár. Skýrslan í heild sinni er hér.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica