Hækkun daggjalda hjá Hjúkrunarheimilinu ÁS í Hveragerði

7.3.2016

Á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði eru rekin 38 hjúkrunarrými, 50 dvalarrými og 39 geðhjúkrunarrými. Geðhjúkrunarrýmin eru rekin í samstarfi við Geðdeild Landspítala og hefur daggjald vegna þessara rýma verið ákvarðað sérstaklega í fjárlögum. 

Með fyrirhugaðri breytingu á gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, sem gefin var út þann 18. febrúar síðastliðinn, mun greiðsla daggjalda breytast með þeim hætti að umönnunarþyngd íbúa, sem kemur fram í RAI mati, verður lagt til grundvallar á útreikningi á daggjöldum en slíkt hefur ekki verið gert áður. RAI matið (Resident Assessment Instrument) er þverfaglegt mælitæki sem mælir heilsufar og raunverulega umönnun og aðbúnað á hjúkrunarheimilum. Grundvallarhugmyndarfræðin á bak við mælitækið er að greiða gjald til hjúkrunarheimila í samræmi við þá vinnu sem þarf til að annast íbúana.

Með þessari breytingu hækka daggjaldagreiðslur hjúkrunarheimilisins um 74.4 m.kr. á ársgrundvelli og tekur breytingin gildi frá og með 1. janúar 2016.

 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica