Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands í meðferðum hjá sjúkraþjálfurum sem starfa án samnings við stofnunina

19.11.2020

  • SÍ lógó

Heilbrigðisráðherra hefur framlengt reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjúkraþjálfara, sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ), til 31. desember n.k. Sú breyting er þó gerð að nú er skilyrði fyrir endurgreiðslu SÍ að fyrir liggi skrifleg beiðni (tilvísun) frá lækni eða sjúkraþjálfara sem starfar á heilsugæslustöð. 

Í eldri reglugerð var til staðar heimild SÍ fyrir greiðsluþátttöku í 6 skiptum í meðferð þó svo að ekki lægi fyrir skrifleg beiðni. Sú heimild hefur nú verið felld út hjá þeim sjúkraþjálfurum sem ekki starfa samkvæmt samningi við stofnunina.

https://www.sjukra.is/media/skjol/log_og_reglugerdir/Rgl-um-3.-breytingu-a-reglugerd-nr.-1364-2019-um-endurgreidslu-kostnadar-vegna-thjonustu-sjalfstaett-starfandi-sjukrathjalfara-.pdf

https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/hrn/nr/1364-2019

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica