Gjaldtaka fyrir sjúkraþjálfun

8.11.2019

Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sendu frá sér tilkynningu í gær, 7. nóvember, þar sem því er lýst yfir að þeir muni ekki starfa í samræmi við rammasamning um sjúkraþjálfun frá 12. nóvember næstkomandi. Í kjölfar þess hafa allnokkrir einstaklingar haft samband við Sjúkratryggingar Íslands og spurst fyrir um stöðu sína varðandi greiðslur fyrir þjónustu sjúkraþjálfara.

Vegna þessa vilja Sjúkratryggingar Íslands benda á að uppsagnarfrestur umrædds rammasamnings eru sex mánuðir. Á uppsagnartímanum er sjúkraþjálfurum óheimilt að innheimta önnur gjöld en kveðið er á um í ákvæðum samningsins og gildandi reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga í kostnaði við þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara helst að sama skapi óbreytt á uppsagnartímanum sem eins og áður segir eru sex mánuðir og miðast við mánaðamót.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica