Gjaldskrá fyrir fjarþjónustu sérgreinalækna

26.3.2020

  • SÍ lógó

SÍ hafa gefið út gjaldskrá fyrir fjarþjónustu sérgreinalækna sem starfa á stofum utan sjúkrahúsa. Þetta er liður í aðgerðum stofnunarinnar til að auðvelda sjúklingum aðgengi að þjónustu við þær aðstæður sem nú ríkja. SÍ munu greiða sérgreinalæknum fyrir fjarheilbrigðisþjónustu, þ.e. símtöl og myndsímtöl, þegar það hentar sjúklingi og þegar skilyrði um slíka þjónustu eru uppfyllt, m.a. að tilskilin leyfi landlæknis séu til staðar. 

Gjaldskrá SÍ tekur eingöngu til þjónustu sem hið opinbera tekur nú þegar þátt í að greiða. Gjaldskráin verður birt í Stjórnartíðindum í dag og tekur gildi á miðnætti.

Gjaldskráin

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica