Gistiþjónusta á Akureyri fyrir sjúkratryggða einstaklinga

4.5.2017

Öldrunarheimili Akureyrar, með tvær raðhúsaíbúðir,  hefur gerst aðili að rammasamningi  Sjúkratrygginga Íslands um gistiþjónustu  á Akureyri og með þeirri viðbót eykst fjölbreytni þeirra gististaða sem eru aðilar að samningnum.

Um er að ræða íbúðir við Austurbyggð þar sem lögð hefur verið áhersla á aðgengi og aðbúnað fyrir fólk með fötlun eða skerta hreyfigetu.  Áætlað er að hægt verði að taka við fyrstu gestum í íbúðirnar frá og með 8. maí 2017.  Sjá má nánari upplýsingar um íbúðagistinguna hér.  

Nú eru alls þrír gististaðir á Akureyri í boði fyrir þá sjúkratryggðu einstaklinga sem þurfa heilsu sinnar vegna að dvelja fjarri heimili sínu,  Hótel Akureyri, Gistiheimilið Hrafninn og Öldrunarheimili Akureyrar. 

Lesa má nánar um gistiþjónustu og sjúkrahótel hér. 

 

Myndir: Akureyri.net/Oddfellow

 

 

    

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica