Gistiþjónusta á Akureyri fyrir sjúkratryggða einstaklinga

1.10.2015

Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) var falið af Velferðarráðuneytinu að koma á fót sjúkrahótelgistingu á Akureyri fyrir einstaklinga sem þurfa heilsu sinnar vegna að dvelja fjarri heimili sínu vegna rannsókna og/eða meðferðar en þurfa ekki á sjúkrahúsdvöl að halda. SÍ völdu að fara þá leið að bjóða rekstaraðilum hótela og gistiheimila á Akureyri að gerast aðilar að rammasamningi um fast verð pr. gistinótt með fullu fæði.

Býðst þá einstaklingum að velja milli þeirra gististaða sem aðilar eru að samningnum.  Samningurinn tekur ekki til heilbrigðisþjónustu, einstaklingar leita eftir sem áður eftir atvikum  til heilsugæslunnar eða Sjúkrahúss Akureyrar.

Markmið með þessum samningi er að auka þjónustu og bæta aðgengi  þeirra sem koma um langan veg til að fá heilbrigðisþjónustu á Akureyri. Vinnan er komin á lokastig  og áætlað er að farið verði að starfa samkvæmt samningi þessum á næstu vikum. Niðurgreiðsla er veitt þeim einstaklingum sem framvísa beiðni frá lækni, hjúkrunarfræðingi eða ljósmóður og felur í sér gistiþjónustu með fullu fæði.  Greiðsluhluti einstaklinga er ákveðinn samkvæmt reglugerð og er nú kr. 1.200.- á dag.  

Sjúkrahótel hefur verið rekið á höfuðborgarsvæðinu um árabil, þó með annars konar fyrirkomulagi, en þar hefur verið samið við einn aðila um ákveðinn fjölda gistinótta á mánuði og um heilbrigðisþjónustu við Landspítala.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica