Geðheilbrigðisþjónusta fyrir börn og ungmenni

21.5.2021

  • SÍ lógó

Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir áhugasömum aðilum til viðræðna um þverfaglega geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni.

Eftirfarandi kröfur eru gerðar:

  • Að fyrirtækið/starfsstofan uppfylli skilyrði heilbrigðisyfirvalda til rekstursins
  • Að á stofunni starfi þverfaglegt teymi geðheilbrigðisstarfsmanna sem hafi a.m.k. tveggja ára starfsreynslu sem klínískir heilbrigðisstarfsmenn
  • Að þjónustan sé veitt, með þverfaglegum hætti, af heilbrigðisstarfsmönnum með sérþekkingu á greiningu og gagnreyndri meðferð geðheilbrigðisvanda barna og ungs fólks
  • Að þjónustan sé veitt börnum og ungmennum allt að 25 ára aldri
  • Að þjónustan sé veitt bæði á starfsstofu og í formi fjarheilbrigðisþjónustu

Um er að ræða tímabundið átak sem gildir út árið 2021.

Áhugasamir aðilar eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið [email protected] þar sem fram kemur stutt kynning á fyrirtækinu, lýsing á gæðastefnu og hvernig ofangreindir þættir eru uppfylltir og eftir atvikum umfram þær kröfur.

Frestur til að lýsa yfir áhuga til viðræðna er til og með 31. maí nk.

Markmið með innkaupum skv. auglýsingu þessari er að kaupa sem mest af þverfaglegri geðheilbrigðisþjónustu, fyrir þá fjárveitingu sem til verkefnisins er ætluð, að teknu tilliti til þeirra þátta sem tilteknir eru í 3. mgr. 40. gr. laga nr. 112/2208 um sjúkratryggingar.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica