Fréttir af rammasamningi SÍ um þjónustu hjúkrunarheimila.

Samkomulag velferðarráðuneytisins við Mosfellsbæ vegna hjúkrunarheimilisins Hamra.

16.3.2018

Fyrir rúmu ári síðan eða þann 28. febrúar 2017 sagði Mosfellsbær upp samningi við velferðarráðuneytið um þjónustu og rekstur hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ og 9. nóvember sama ár upp aðild að rammasamningi um þjónustu hjúkrunarheimila gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. Þann 8. febrúar 2018 dró Mosfellsbær á hinn bóginn uppsagnirnar til baka þar sem samkomulag hafði náðst við velferðarráðuneytið um ráðstafanir vegna reksturs Hamra. Samkomulagið var síðan staðfest með bréfi ráðuneytisins þann 28. febrúar síðast liðinn eða réttu ári eftir bréf Mosfellsbæjar til ráðuneytisins.

Samkomulag ráðuneytisins og Mosfellsbæjar felur í sér að:

  • Hjúkrunarrýmum verður fjölgað tímabundið strax um þrjú og gildir þar til hjúkrunarheimilið hefur verið stækkað.
  • Stækkun hjúkrunarheimilisins verður sett í forgang af hálfu ráðuneytisins.
  • Ráðuneytið greiðir Mosfellsbæ 8 milljónir króna vegna sérgreinds kostnaðar sem til er kominn þar sem óvenju margir íbúar eru yngri en 67 ára og hafa þurft á umframþjónustu að halda.
  • Ráðuneytið ásamt fulltrúum Mosfellsbæjar mun skoða hvort umönnunarþyngd yngri heimilismanna á Hömrum endurspeglist verr í RAI-mati en umönnunarþyngd annarra aldurshópa. Komi slíkt í ljós þá greiði ríkið Mosfellsbæ allt að 4 milljónum króna á ársgrundvelli.

Með ofangreindu samkomulagi hefur rekstur hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ verið tryggður til lengri tíma.

Breytingar á fjölda hjúkrunarrýma

Undanfarin ár hefur velferðarráðuneytið unnið að því í samstarfi við einstök hjúkrunarheimili að fjölga hjúkrunarrýmum og fækka dvalarrýmum í núverandi húsnæði heimilanna. Breytingarnar eru gerðar í því skyni að bæta aðbúnað íbúanna, fækka fjölbýlum og fjölga hjúkrunarrýmum. Það sem af er ári hefur velferðarráðuneytið samþykkt eftirfarandi breytingar:

  • 2. janúar - Dvalarheimili aldraðra, Þingeyjarsýslu/Hvammur:  Tvö dvalarrými verða eitt hjúkrunarrými.
  • 26. febrúar – Hrafnista í Hafnarfirði:  Tíu dvalarrými verða fimm hjúkrunarrými.
  • 28. febrúar – Hjúkrunarheimilið Hamrar Mosfellsbæ:  Þrjú ný tímabundin hjúkrunarrými frá 1. mars sl., sbr. frásögn hér að framan af samkomulagi við velferðarráðuneytið.
Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica