Frekari breytingar á gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands fyrir þjónustu dvalar- og hjúkrunarheimila

20.5.2016

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa nú í annað sinn birt breytingar á gjaldskrá fyrir þjónustu dvalar- og hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2016 og eru án samnings um verð.

Breytingarnar hafa verið auglýstar í stjórnartíðindum (nr. 396/2016).

Gjaldskrá SÍ var fyrst birt þann 18. febrúar síðastliðinn og í kjölfarið var fyrsta breytingin birt þann 18. mars. Sú breyting fól í sér fyrst og fremst hækkun á daggjaldi og fjölgun hjúkrunarrýma, sbr. meðfylgjandi töflu. Með þeim breytingum sem gerðar hafa verið (1. og 2. breyting) hækka fjárveitingar til hjúkrunarheimila skv. gjaldskrá SÍ um 281.601.008 kr.

Tengill inn á síðu öldrunarþjónustu Sjúkratrygginga Íslands: (að neðan)

http://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/oldrunarthjonusta/

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica