Framlag til minni hjúkrunarheimila og breytingar á gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands fyrir þjónustu dvalar- og hjúkrunarheimila

16.8.2016

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa nú í þriðja sinn birt breytingar á gjaldskrá fyrir þjónustu dvalar- og hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2016 og eru án samnings um verð. Breytingarnar hafa verið auglýstar í Stjórnartíðindum (nr. 684/2016).

Þessi þriðja breyting á gjaldskrá SÍ felur í sér sérstakt framlag til minni hjúkrunarheimila og breytingar á rýmafjölda, en frá 1. janúar 2016 hefur dvalarrýmum fækkað um 37 rými og hjúkrunarrýmum fjölgað um 34 rými. Heildarfjöldi sólarhringsrýma í gjaldskrá hefur því fækkað um 3 rými frá áramótum en dagdvalarrýmum hefur  fjölgað um alls 31 rými.

Með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á gjaldskrá SÍ (1., 2. og 3. breyting) hækka fjárveitingar til hjúkrunarheimila skv. gjaldskrá SÍ um 338.389.597 kr. á árinu, sjá nánar sundurliðun í eftirfarandi töflu:

 

Til viðbótar framgreindum breytingum hefur verið samþykkt að greiða rúmar 74. m. kr. framlag, skv. tímabundinni fjárveitingu í fjárlögum 2016, til styrktar rekstri hjúkrunarheimila með 20 rými eða færri. Framlagið ákvarðast af fjölda rýma og dreifist skv. ákvörðun velferðarráðuneytisins á eftirfarandi hjúkrunarheimili:

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica