Fleiri sækja um hjálpartæki til Sjúkratrygginga Íslands

30.11.2015

Undanfarin ár hefur umsóknum til Sjúkratrygginga Íslands um hjálpartæki fjölgað verulega. Á  sama tíma hefur verið krafa um niðurskurð. Á mynd 1 má sjá aukninguna.Mynd 1 Fjöldi umsókna um hjálpartæki.

Á mynd 2 má sjá fjölda umsækjenda á árunum 2007 til 2014 og hvernig þeir skiptast eftir aldri. Fjölgunin er 36% á tímabilinu 2007 til 2014. Sjá má að aukningin er mest í hópi aldraðra (49% á sama tímabili). 

Mynd 2 Fjöldi umsækjenda um hjálpartæki eftir aldri.

Á mynd 3 má sjá hvert stefnir 2030 miðað við mannfjöldaspá Hagstofu Íslands. Hagstofan spáir verulegri fjölgun eldri borgara sem mun kalla á verulega aukna þjónustu hjálpartækjamiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands. Stofnunin er nú að skoða lausnir til framtíðar í þjónustunni því aukningin er slík að hún kallar á umbætur.

Mynd 3 Meðalfjöldi umsækjenda2012-2014 og árið 2030 eftir aldri umsækjenda.

Biðlistar hafa lengst síðustu misseri. Unnið er markvisst að umbótum til að stytta biðlista. Meðal annars verður bætt við starfsfólki á verkstæði hjálpartækjamiðstöðvar stofnunarinnar. Einnig hefur verkstæðisþjónusta verið sótt til birgja tækjanna. Samningum við verkstæði um viðgerðarþjónustu hjálpartækja verður fjölgað á næsta ári en nú er stofnunin með samninga við verkstæði á Akureyri, í Vestmannaeyjum og tvö hjólreiðaverkstæði á höfuðborgarsvæðinu.

Sjúkratryggingar Íslands hafa á síðustu árum aukið rafvæðingu í samskiptum sínum við notendur með tilkomu Réttindagáttar og Gagnagáttar.  Gáttirnar má finna á vefsíðu stofnunarinnar www.sjukra.is. Auk þess hafa rafræn samskipti við birgja stóreflst síðustu ár. Stofnunin sendir bréf í Gáttirnar til að upplýsa um réttindi og sendir notendum sem eru skráðir með netfang í Réttindagátt sinni tölvupóst þegar nýjar upplýsingar berast þeim. Nú eru meira en helmingur umsókna um hjálpartæki rafrænar og vonast er til að á næsta ári hækki hlutfallið verulega. Þetta styttir boðleiðir og eykur skilvirkni.


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica