Fjölgun augasteinsaðgerða

15.3.2021

  • SÍ lógó

Samningur er í gildi, til og með 31. ágúst 2021, milli Sjúkratrygginga Íslands og LaserSjónar ehf. um augasteinsaðgerðir fyrir sjúkratryggða einstaklinga. Hann var gerður í kjölfar verðfyrirspurnar þar sem óskað var tilboða í framkvæmd 600 augasteinaðgerða á 12 mánaða tímabili.

Í ljósi hagstæðs tilboðs skapaðist svigrúm til að fjölga augasteinsaðgerðum og nýverið var samið um að bæta við allt að 100 aðgerðum á samningstímanum. Eftir að SÍ hóf að gera verðfyrirspurnir í þessum málaflokki, á vordögum 2019, hefur gefist svigrúm til að fjölga aðgerðum um 10-15% vegna hagstæðara verðs en áður.

Alls eru þrír aðilar sem framkvæma augasteinsaðgerðir með greiðsluþátttöku hins opinbera, þ.e. Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri og LaserSjón.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica