Fjögurra og fimm ára börn falla undir samning um gjaldfrjálsar tannlækningar barna frá 1. janúar 2017

28.12.2016

Þann 1.  janúar næstkomandi bætast fjögurra og fimm ára börn í hóp þeirra sem falla undir gjaldfrjálsar tannlækningar barna skv. samningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og tannlækna frá árinu 2013.  Samningurinn tekur þá til allra barna á aldrinum 3 – 17 ára.  

Þann 1.  janúar næstkomandi bætast fjögurra og fimm ára börn í hóp þeirra sem falla undir gjaldfrjálsar tannlækningar barna skv. samningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og tannlækna frá árinu 2013.  Samningurinn tekur þá til allra barna á aldrinum 3 – 17 ára. 

Skilyrði fyrir því að barn eigi rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum er að það hafi verið skráð hjá heimilistannlækni sem er með samning við Sjúkratryggingar Íslands.

Í dag hafa 61.674 börn, 17 ára og yngri, verið skráð með heimilistannlækni.  Af þeim falla 61.028 börn undir samninginn frá næstu áramótum.  Samkvæmt Hagstofu Íslands voru 79.555 börn, yngri en 18 ára, búsett á Íslandi 1. desember s.l.  Þar af eru 12.813 börn yngri en þriggja ára sem munu ekki falla undir samninginn fyrr en eftir eitt ár.  Rúmlega 91% þeirra barna, sem eiga rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum frá 1. janúar n.k., hafa því þegar verið skráð hjá heimilistannlækni.

Ef tannlækningar eru nauðsynlegar vegna alvarlegra afleiðinga fæðingargalla, sjúkdóma eða slysa, sem upp koma fyrir 18 ára aldur, og ekki er faglega rétt að meðhöndla fyrr en fullum þroska höfuðkúpu- eða kjálkabeina er náð, greiða Sjúkratryggingar Íslands nauðsynlega tannlæknismeðferð samkvæmt gjaldskrá samningsins ef umsókn þar að lútandi hefur verið samþykkt af stofnuninni. Heimild þessi nær þó aðeins t.o.m. 22 ára aldurs.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica