Endurgreiðsla sjúkratrygginga vegna tannlækninga aldraðra og öryrkja frá 1. janúar 2017

28.12.2016

Endurgreiðsla sjúkratrygginga vegna tannlækninga aldraðra og öryrkja, sem ekki njóta tekjutryggingar, hækkar í 75% frá 1. janúar 2017

Frá og með 1. janúar næstkomandi endurgreiða Sjúkratryggingar Íslands 75% af almennum tannlæknakostnaði aldraðra og öryrkja, miðað við gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands.  Þó gilda aðrar reglur um þá sem eru langsjúkir og dveljast á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum eða hjúkrunarrýmum á öldrunarstofnunum.

Breytingin snertir alla öryrkja og aldraða, 67 ára og eldri, sem ekki hafa notið tekjutryggingar. Endurgreiðsla sjúkratrygginga vegna þeirra hækkar úr 50% í 75%.

Endurgreiðslan reiknast eftir sem áður út frá gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 3015/2014, en verðlagning tannlækna er frjáls. 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica