Covid 19 og staðfesting á komu til heilbrigðisveitenda
Í samningum Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og veitenda heilbrigðisþjónustu er almennt kveðið á um að notendur þjónustu skuli staðfesta hverja komu með undirskrift sinni. Sama gildir þegar þjónusta er veitt á grundvelli reglugerðar og gjaldskrár og við afhendingu lyfja, hjálpartækja og næringarefna.
Í ljósi breyttra aðstæðna i faraldrinum veita Sjúkratryggingar Íslands tímabundna undanþágu frá kröfu um staðfestingu á komu til veitenda heilbrigðisþjónustunnar. Um leið og Almennavarnir færa Ísland aftur niður á hættustig og/eða óvissustig, ber veitendum heilbrigðisþjónustunnar að láta kvitta fyrir komu.
Á heimasíðu Almannavarna https://www.almannavarnir.is/, er hægt að fylgjast með á hvaða stigi Ísland er skráð.
Í Réttindagátt SÍ á www.sjukra.is geta notendur m.a. séð yfirlit um komur til lækna / sjúkraþjálfara og afhentar vörur / lyf eða tæki frá einstökum aðilum