Breyttur afgreiðslutími Sjúkratrygginga Íslands

4.3.2021

  • SÍ lógó

Kæru viðskiptavinir.

 

Tekið hefur gildi breyttur afgreiðslutími á föstudögum hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ).

 

Til að koma til móts við óskir viðskiptavina um að geta sinnt erindum við stofnunina fyrir kl. 10:00, verður afgreiðslutími SÍ á föstudögum kl. 8:00-13:00. 

Nýr afgreiðslutími SÍ:

Mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00 -15:00

Föstudaga kl 8:00-13:00

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) benda viðskiptavinum á rafrænar samskiptaleiðir við stofnunina.

Í Réttindagátt - Mínar síður  á vef SÍ geta einstaklingar skilað inn gögnum til SÍ á öruggan hátt. Þar er hægt að skila inn flest öllum gögnum, m.a. útfylltum eyðublöðum (Eyðublöð og vottorð).

Hægt er að senda fyrirspurnir með tölvupósti á netfangið [email protected] eða beint til viðeigandi málaflokks, https://www.sjukra.is/senda-fyrirspurn

Á vef Sjúkratrygginga www.sjukra.is er að finna allar nauðsynlegar upplýsingar er varða málaflokka SÍ. Einnig er bent á Spurt og svarað þar sem algengum spurningum er svarað á aðgengilegan hátt.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica