Breytingar á gjaldskrá fyrir þjónustu dvalar- og hjúkrunarheimila

8.4.2016

Sjúkratryggingar Íslands hafa birt breytingar á gjaldskrá fyrir þjónustu dvalar- og hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum og eru án samnings um verð. Auglýsing um breytingarnar hefur verið birt í Stjórnartíðindum (nr. 280/2016).

Í gjaldskránni eru tilgreind verð og fjöldi rýma sem ákvarðar umfang þjónustunnar sem greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands tekur til.

Breytingar á gjaldskrá fela einkum í sér hækkun á daggjaldi og fjölgun hjúkrunarrýma. Daggjald hækkar á Ási Ásbyrgi, sbr. frétt á vef sjukra.is þann 7. mars síðastliðinn. Dvalarrýmum fækkar um 15 rými og hjúkrunarrýmum fjölgar um 22 rými.

Með breytingunum hækka fjárveitingar til hjúkrunarheimila skv. gjaldskrá SÍ um 264.267.974 kr. á árinu 2016, sbr. töflu.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica