Breytingar á fjölda skráðra á heilsugæslustöðvar í júní 2017

19.7.2017

Ný heilsugæslustöð, Heilsugæslan Höfða, opnaði á höfðuborgarsvæðinu þann 1. júní sl.

Nokkur breyting varð á fjölda skráðra einstaklinga á heilsugæslustöð í kjölfarið auk þess sem einstaklingar bættust við í heildarskráningu þeirra sem skráðir eru á heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu. Gera má ráð fyrir að hluti skjólstæðinga þeirra lækna sem áður störfuðu innan heilsugæslunnar en starfa nú á Höfða hafi fylgt sínum lækni á nýja stöð. Nokkur fækkun varð á fimm heilsugæslustöðvum. Þannig fækkaði skráðum hjá heilsugæslustöðinni í  Árbæ  um 1.854,  978 hjá Efra-Breiðholti,  533 í Grafarvogi, 228 í Mosfellsumdæmi og 402 á Seltjarnarnesi.

Fjöldi skráðra einstaklinga á heilsugæslustöð:

Fjöldi skráðra á heilsugæslustöð Maí 2017 Júní 2017 Breyting
Árbær 17.036 15.182 -1.854
Efra-Breiðholt 11.345 10.367 -978
Efstaleiti 9.017 9.021 4
Fjörður 11.441 11.490 49
Garðabær 12.599 12.531 -68
Glæsibær 8.649 8.629 -20
Grafarvogur 15.061 14.528 -533
Hamraborg 10.652 10.662 10
Hlíðar 10.392 10.384 -8
Hvammur 9.967 9.959 -8
Höfði   4.704 4.704
Lágmúli 9.064 9.088 24
Miðbær 11.330 11.357 27
Mjódd 9.827 9.786 -41
Mosfellsumdæmi 10.200 9.972 -228
Salahverfi 15.815 15.851 36
Seltjarnarnes 16.742 16.340 -402
Sólvangur 17.493 17.519 26
  206.630 207.370 740

Til viðbótar skráðum einstaklingum á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu eru rúmlega 16 þúsund einstaklingar hjá sjálfstætt starfandi heimilislæknum. Enn fremur má geta þess að ný heilsugæsla mun opna þann 1. ágúst nk. að Urðahvarfi í Reykjavík.

Rétt er að ítreka að samkvæmt nýjum reglum um skráningu á heilsugæslu, þá er einstaklingum heimilt að skrá sig á þá stöð eða hjá sjálfstætt starfandi heimilislækni sem hentar viðkomandi best. Ekki er lengur skylt að vera skráður á heilsugæslustöð í því hverfi sem viðkomandi á lögheimili.

Leiðbeiningar um hvernig breyta skal skráningu á heilsugæslustöð eru á vef Sjúkratrygginga Íslands

 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica