Breyting á tímaáætlun útboðs

15.4.2016

Velferðarráðuneytið hefur tilkynnt breytta tímaáætlun vegna útboðs þriggja nýrra heilsugæslustöðva, sbr. frétt á vef Sjúkratrygginga Íslands þann 5. apríl sl.(* sjá á slóð fyrir neðan)

http://www.sjukra.is/um-okkur/frettir/kynning-thrjar-nyjar-heilsugaeslustodvar

Sérstakur framhaldskynningarfundur hefur jafnframt verið ákveðinn þann 20. apríl nk.

Ný tímaálætlun:

20. apríl           Framhaldskynningarfundur. 

24. apríl           Auglýst eftir rekstraraðilum.

10. maí            Kynningarfundur fyrir þá sem hafa fengið útboðsgögn.

 5. júní              Frestur til að skila inn tilboðum og tilboð opnuð.

27. júní            Yfirferð tilboða lokið og niðurstöður kynntar.

Á tímabilinu 1. desember 2016 – 1. febrúar 2017 opni nýjar heilsugæslustöðvar.

Á framhaldskynningarfundinum verður farið yfir þau atriði sem fram komu í fyrirspurnum á fundi þann 8. apríl s.l. og varða kröfulýsingu og fjármögnunarlíkan fyrir rekstur heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu.  Framhaldskynningarfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 20. apríl n.k. kl. 17:00 í húsakynnum BSRB að Grettisgötu 89.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica