Breyting á reglugerð
Velferðarráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð sem tekur gildi þann 1. mars 2018, er varðar greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Helstu breytingar eru að greiðslumark almennings fer úr 24.600 kr. í 25.100 kr. og greiðslumark hjá öldruðum öryrkjum og börnum fer úr 16.400 kr. í 16.700 kr.
Einnig eru breytingar á komugjöldum á sjúkrahús, gjöldum vegna rannsókna, vottorða og krabbameinsleitar á heilsugæslu, ásamt sjúkraflutningum og fleira. Reglugerðina má finna í heild sinni á eftirfandi slóð.
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=862761ef-2464-4675-88d7-97ae844e09fa