Bótaréttur vegna bólusetningar gegn Covid-19 sjúkdómnum

25.6.2021

  • SÍ lógó

Samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu greiða Sjúkratryggingar Íslands bætur til þeirra sem verða fyrir líkamstjóni vegna bólusetningar gegn Covid-19 sjúkdómnum. Bótaskyldan nær til þeirra sem fá bólusetningu á Íslandi með bóluefni sem íslensk heilbrigðisyfirvöld leggja til og nær til tjóns sem hlýst af eiginleikum bóluefnisins eða rangri meðhöndlun þess.

Nánar um skilyrði bótaskyldu:

  • Að bólusetning hafi farið fram á Íslandi, á vegum íslenskra heilbrigðisyfirvalda, og á árunum 2020-2023.
  • Orsakatengsl þurfa að vera milli tjóns og bólusetningar.
  • Tjón vegna bólusetninga á árinu 2021 þarf að nema að lágmarki kr. 121.047, svo bótaskylda geti verið fyrir hendi.
  • Mál fyrnast þegar fjögur ár eru liðin frá því að einstaklingur fékk eða mátti fá vitneskju um tjón sitt, en í síðasta lagi tíu árum eftir bólusetningu.

Útreikningur bóta fer eftir skaðabótalögum (varanlegt líkamstjón, tímabundið tjón, útlagður kostnaður).

Upplýsingar um sjúklingatryggingu má nálgast hér: https://www.sjukra.is/slys/sjuklingatrygging/
Eyðublöð vegna umsókna má nálgast hér, undir Sjúklingatrygging: https://www.sjukra.is/um-okkur/eydublod--og--vottord/

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica