Bætt þjónusta við lungnasjúklinga og fólk með sykursýki með nýjum og betri hjálpartækjum

20.12.2019

  • stjórnarráð 4

Tekinn verður í notkun búnaður fyrir sykursjúka sem er nýr hér á landi. Um er að ræða nema sem fylgjast sífellt með blóðsykri í gegnum húð notenda en þessi tækni breiðist ört úr í heiminum, er notendavæn, hagkvæm og ýtir undir heilsulæsi notenda. Hingað til hefur smæð markaðarins hér á landi komið í veg fyrir innflutning á þessum búnaði en nú hefur Sjúkratryggingum Íslands tekist að ráða á því bót. Búnaðurinn mun standa til boða þeim sem eru með insúlínháða sykursýki (sykursýki I) eða meðgöngusykursýki. 

Samhliða verður reglugerð um kostnaðarhlutdeild í búnaði fyrir sykursjúka breytt þannig að sömu reglur gildi fyrir alla, ólíkt því sem verið hefur. Þar er um að ræða strimla og hnífa sem þeir nota sem ekki geta nýtt sér fyrrnefnda blóðsykurnema eða eru með sykursýki II.

Léttum súrefnissíum verður fjölgað umtalsvert á næsta ári en slíkar síur geta verið mikilvæg forsenda fyrir virkni fólks með lungnasjúkdóma og þátttöku í daglegu lífi. Nú eiga um 120 einstaklingar kost á þessum búnaði en áætlað er að tryggja framboð á léttum súrefnissíum fyrir allt að 250 manns. Nánari upplýsingar má finna hér.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica