Aukin þjónusta Sjúkratrygginga Íslands um viðgerðarþjónustu hjálpartækja

12.5.2017

Á undanförnum árum hefur umsóknum til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um hjálpartæki fjölgað verulega og fyrirsjáanleg er mikil fjölgun eldri borgara sem mun kalla á aukna þjónustu hjálpartækjamiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands. Stofnunin hefur síðustu misseri verið að skoða lausnir til framtíðar í þjónustunni því aukningin er slík að hún kallar á umbætur.

Liður í þeim umbótum er að semja við fyrirtæki til að sjá um viðgerðarþjónustu fyrir sjúkratryggða notendur sem eru með hjálpartæki í láni og í eigu SÍ.

Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samninga við sex fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu um viðgerðarþjónustu vegna hjálpartækja. Samningar taka gildi 15. maí nk. Fyrirtækin eru Fastus ehf, Icepharma hf, Stoð ehf stoðtækjasmíði, Títus ehf, Öryggismiðstöð Íslands ehf og Eirberg ehf frá 1. september nk.  Á mynd 1 má sjá hvaða viðgerðir hvert og eitt fyrirtækjanna mun sinna.

 

Mynd 1 Fyrirtæki með samninga við Sjúkratryggingar Íslands um viðgerðarþjónustu hjálpartækja.

 

Hér er verið að auka þjónustu við notendur hjálpartækja. Fleiri þjónustuaðilar munu nú sinna  viðgerðarþjónustu, aðgengi að verkstæðisþjónustu fer úr 5 tímum á dag í  8 - 9 tíma auk þess sem boðið verður upp á neyðarþjónustu með öryggisbakvakt til miðnættis við ákveðnar alvarlegar aðstæður.

Staðsetning fyrirtækjanna á höfuðborgarsvæðinu má sjá á mynd hér að neðan.

Stadsetning

Mynd 2 Staðsetning fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu sem eru með viðgerðarþjónustu hjálpartækja.

 

Sjúkratryggingar Íslands eru einnig með samninga við verkstæði á landsbyggðinni um viðgerðarþjónustu hjálpartækja en þau eru Rafeyri ehf á Akureyri, Rafey ehf á Egilsstöðum, Rafskaut ehf á Ísafirði og Geisla ehf í Vestmannaeyjum.

Nánari upplýsingar má sjá á vefsíðu  Sjúkratrygginga Íslands www.sjukra.is undir flipanum Þjónustutími SÍ http://www.sjukra.is/um-okkur/thjonustutimi-sjukratrygginga-islands/

Sjúkratryggingar Íslands hafa á síðustu árum aukið rafvæðingu í samskiptum sínum við notendur með tilkomu Réttindagáttar (mínar síður sjúkratryggðra) og Gagnagáttar (mínar síður þjónustuveitenda).  Gáttirnar má finna á vefsíðu stofnunarinnar www.sjukra.is. Auk þess hafa rafræn samskipti við birgja stóreflst síðustu ár. Stofnunin sendir bréf í Gáttirnar til að upplýsa um réttindi og sendir notendum sem eru skráðir með netfang í Réttindagátt sinni tölvupóst þegar nýjar upplýsingar berast þeim.

Glærur til kynningar.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica