Ársskýrsla og staðtölur Sjúkratrygginga 2017
Ársskýrsla og staðtölur Sjúkratrygginga 2017 er komin út. Í skýrslunni má finna upplýsingar um starfsemi Sjúkratrygginga Íslands og hefðbundnar staðtölur sjúkratrygginga, slysatrygginga, sjúklingatryggingar ásamt ýmsum nýjum staðtölutöflum. Hér má nálgast skýrsluna í heild sinni.
Sjúkratryggingar Íslands hafa í umsjón og greiða fyrir liði sem að nema 71,6 milljörðum króna.
Því til viðbótar hafa SÍ nú í umsjón liði sem að eru í svokölluðum greiðslufyrirmælum til Fjársýslu ríkisins og nema þeir 13,8 milljörðum króna á árinu 2017.
Samtals liðir í umsjá SÍ eru því 85,4 milljarðar króna.
Nokkrar nýjar töflur og ítarefni eru í Staðtöluhlutanum í þessari útgáfu. Sem dæmi um nýjar töflur má nefna:
- Nýja greiðsluþátttökukerfið
- Samningur um tannlækningar barna
-
Brýn meðferð erlendis
-
Heilsugæsla höfuðborðarsvæðisins
-
Hjúkrunar- og dvalarrými