Ársskýrsla lyfjadeildar fyrir árið 2015

15.11.2016

Ársskýrsla lyfjadeildar fyrir árið 2015 er komin út. Í  skýrslunni er gerð grein fyrir lyfjakostnaði Sjúkratrygginga Íslands árið 2015.  

Lyfjakostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna almennra lyfja, þ.e. vegna lyfja sem ekki eru S-merkt nam 8.557 milljónum króna árið 2015.  Kostnaðurinn hækkaði um 168 milljónir króna eða um 2% frá fyrra ári.   Þessa kostnaðaraukningu má rekja til mikillar magnaukningar en lyfjanotkun mæld í fjölda skilgreindra dagsskammta (DDD) jókst um 10,9 % á milli áranna 2014 og 2015.

Lyfjakostnaður sjúkratrygginga vegna S-merktra lyfja nam 6.565 milljónum króna árið 2015.  Kostnaðurinn jókst um 134 milljónir króna eða 2,1% frá fyrra ári. 

Ársskýrsluna má finna hér ( smella hér á til að skoða )

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica