Alls 45 hjúkrunarheimili hafa staðfest aðild sína að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands

17.11.2016

Rammasamningur um þjónustu hjúkrunarheimila var undirritaður af Sjúkratryggingum Íslands og staðfestur af fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra þann 21. október síðastliðinn. Ný gjaldskrá tók gildi þann 1. október 2016 og þurftu hjúkrunarheimili að staðfesta aðild sína að samningnum fyrir 15. nóvember til að eiga rétt á uppgjörsgreiðslum vegna liðins tíma.

Þann 14. nóvember höfðu öll hjúkrunarheimili sem samningurinn var ætlaður, eða alls 45, staðfest aðild sína að honum fyrir utan hjúkrunarheimilið Blesastaði sem hætti starfsemi í lok september. Á meðal þeirra hjúkrunarheimila sem gerðust aðili að samningnum er Grund sem starfrækt hefur verið í 94 ár án samnings við ríkið.

Samningurinn gerir ráð fyrir alls 1,5 milljarða aukningu á útgjöldum á árinu 2016 og hafa Sjúkratryggingar Íslands framkvæmt og greitt uppgjör upp á rúmar 850 m.kr. til alls 26 hjúkrunarheimila. Áætlað er að öll hjúkrunarheimili verði búin að fá greiðslur skv. uppgjöri í lok þessarar viku.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica