Fréttir

8.11.2019 : Gjaldtaka fyrir sjúkraþjálfun

Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sendu frá sér tilkynningu í gær, 7. nóvember, þar sem því er lýst yfir að þeir muni ekki starfa í samræmi við rammasamning um sjúkraþjálfun frá 12. nóvember næstkomandi. Í kjölfar þess hafa allnokkrir einstaklingar haft samband við Sjúkratryggingar Íslands og spurst fyrir um stöðu sína varðandi greiðslur fyrir þjónustu sjúkraþjálfara.

Lesa meira

5.11.2019 : Upplýsingar um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (BREXIT)

Aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins samþykktu 28. október sl. að fresta út­göngu Bret­lands úr sam­band­inu um þrjá mánuði, til 31. janú­ar 2020*. Áður stóð til að Bret­ar myndu yf­ir­gefa ESB 31. októ­ber.

Lesa meira

29.8.2019 : Nýr samningur um augasteinsaðgerðir

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest samning milli Sjúkratrygginga Íslands og LaserSjónar ehf. um augasteinsaðgerðir fyrir sjúkratryggða einstaklinga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Lesa meira

23.8.2019 : Útboð á sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu

Með lögum nr. 120/2016 um opinber innkaup varð sú breyting á að heilbrigðisþjónusta er ekki lengur undanþegin opinberu innkaupaferli. Í samræmi við lögin hafa Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) ákveðið að fela Ríkiskaupum að bjóða út sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu. Mun það innkaupaferli hefjast á næstu dögum með birtingu útboðsauglýsingar á utbodsvefur.is. Öll útboðsgögn og samskipti þ.e. fyrirspurnir og svör varðandi innkaupin verða rafræn í útboðskerfi Ríkiskaupa, Tendsign.is. Tilboðum þarf að skila rafrænt í gegnum útboðskerfið.

Lesa meira

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica