Fréttir

SÍ lógó

26.3.2020 : Gjaldskrá fyrir fjarþjónustu sérgreinalækna

SÍ hafa gefið út gjaldskrá fyrir fjarþjónustu sérgreinalækna sem starfa á stofum utan sjúkrahúsa. Þetta er liður í aðgerðum stofnunarinnar til að auðvelda sjúklingum aðgengi að þjónustu við þær aðstæður sem nú ríkja. SÍ munu greiða sérgreinalæknum fyrir fjarheilbrigðisþjónustu, þ.e. símtöl og myndsímtöl, þegar það hentar sjúklingi og þegar skilyrði um slíka þjónustu eru uppfyllt, m.a. að tilskilin leyfi landlæknis séu til staðar. 

Lesa meira

24.3.2020 : Plaquenil - Ráðstafanir til að koma í veg fyrir skort

Til að tryggja sem best öryggi sjúklinga og koma í veg fyrir skort á lyfinu Plaquenil hafa Lyfjastofnun, Embætti landlæknis, Sjúkratryggingar Íslands og lyfjagreiðslunefnd ákveðið að grípa til eftirfarandi aðgerða:

Lesa meira
Í skurðaraðgerð

23.3.2020 : Fyrirmæli landlæknis um frestun valkvæðra skurðaðgerða

Auglýsing heilbrigðisráðherra um frestun valkvæðra skurðaðgerða tímabundið frá 23. mars – 31. maí næstkomandi, ásamt fyrirmælum embættis landlæknis þess efnis, hefur verið birt á vef Stjórnartíðinda. Sagt var frá ákvörðuninni í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins 22. mars.

Lesa meira
Í aðgerð

22.3.2020 : Frestun valkvæðra skurðaðgerða vegna Covid-19

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á erindi landlæknis og staðfest fyrirmæli embættisins um að öllum valkvæðum skurðaðgerðum og öðrum ífarandi aðgerðum, t.d. greiningarrannsóknum verði hætt frá 23. mars til 31. maí næstkomandi. Á þetta við hvort sem um ræðir aðgerðir framkvæmdar innan eða utan spítala, af opinberum aðila eða einkaaðila. Fyrirmælin verða birt í Stjórnartíðindum.

Lesa meira

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica