Fréttir

8.1.2019 : Réttindastaða einstaklings – greiðslur vegna læknisþjónustu

Ekki hafa allar greiðslur einstaklinga vegna læknisþjónustu skilað sér rétt inn í Réttindagátt, það sem af er ári 2019 vegna bilunar í kerfum SÍ. 

Sjúkratryggingar Íslands vinna að lagfæringu á kerfum.

3.1.2019 : Ný reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.

Ný reglugerð nr. 1251/2018 um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu tók gildi þann 1. janúar sl. Helstu breytingar frá fyrri reglugerð eru að greiðslumark almennings fer úr 25.100 kr. í 26.100 kr.  og greiðslumark hjá öldruðum, öryrkjum og börnum fer úr 16.700 í 17.400 kr. Lágmarksgreiðsla á mánuði er 4.350 kr. á mánuði hjá almenningi og 2.900 kr. hjá öldruðum, öryrkjum og börnum. 

Lesa meira

3.1.2019 : Ný reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir

Ný reglugerð, nr. 1239/2018, um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tæknifrjóvganir sem veittar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands tók gildi þann 1. janúar 2019. 

Lesa meira

28.12.2018 : Ársskýrsla og staðtölur Sjúkratrygginga 2017

Ársskýrsla og staðtölur Sjúkratrygginga 2017 er komin út.  Í skýrslunni má finna upplýsingar um starfsemi Sjúkratrygginga Íslands og hefðbundnar staðtölur sjúkratrygginga, slysatrygginga, sjúklingatryggingar ásamt ýmsum nýjum staðtölutöflum.  Hér má nálgast skýrsluna í heild sinni.

Lesa meira

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica