Fréttir

18.6.2021 : Truflanir í símkerfi Sjúkratrygginga.

Við biðjumst afsökunar á truflunum sem eru í símkerfi okkar. Unnið er á hæsta forgangi að laga bilunina.

28.5.2021 : Styrkir veittir til hjálpartækjakaupa fyrir börn sem eiga tvö heimili

Heimili barna sem búa á tveimur heimilum verða jafnsett við kaup á tilteknum hjálpartækjum sem styrkt eru af Sjúkratryggingum Íslands. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þessa efnis sem heimilar stofnuninni að veita styrki til beggja heimila barns vegna kaupa á sjúkrarúmum, dýnum, stuðningsbúnaði og hjálpartækjum tengdum salernisferðum.

Sjá nánar á stjornarradid.is

SÍ lógó

27.5.2021 : ICF alþjóðlega flokkunarkerfi tekið í notkun

Sjúkratryggingar Íslands hafa tekið í notkun ICF alþjóðlega flokkunarkerfið um færni, fötlun og heilsu í hjálpartækjakerfi stofnunarinnar. Með þessu gefst tækifæri til að gefa nánari upplýsingar um færni, fötlun og heilsu umsækjenda þegar sótt er um hjálpartæki.

Lesa meira

26.5.2021 : Almannatryggingar á Norðurlöndunum - áskoranir eftir Covid 19

Norræna almannatryggingamótið verður haldið dagana 26. – 27. maí undir yfirskriftinni Almannatryggingar á Norðurlöndunum – áskoranir eftir Covid 19. 

Lesa meira

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica