Fréttir

3.10.2019 : Kerfin eru komin í lag

Kerfin eru komin í lag, ef vart verður við frekari hægagang hafið samband við ut@sjukra.is

29.8.2019 : Nýr samningur um augasteinsaðgerðir

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest samning milli Sjúkratrygginga Íslands og LaserSjónar ehf. um augasteinsaðgerðir fyrir sjúkratryggða einstaklinga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Lesa meira

23.8.2019 : Útboð á sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu

Með lögum nr. 120/2016 um opinber innkaup varð sú breyting á að heilbrigðisþjónusta er ekki lengur undanþegin opinberu innkaupaferli. Í samræmi við lögin hafa Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) ákveðið að fela Ríkiskaupum að bjóða út sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu. Mun það innkaupaferli hefjast á næstu dögum með birtingu útboðsauglýsingar á utbodsvefur.is. Öll útboðsgögn og samskipti þ.e. fyrirspurnir og svör varðandi innkaupin verða rafræn í útboðskerfi Ríkiskaupa, Tendsign.is. Tilboðum þarf að skila rafrænt í gegnum útboðskerfið.

Lesa meira

11.7.2019 : Samkomulag um kaup og rekstur sjúkrabifreiða

Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafa náð samkomulagi um framlengingu á samningi um kaup og rekstur sjúkrabifreiða. Heilbrigðisráðherra staðfesti samkomulagið við undirritun þess í dag. Samkvæmt því mun Rauði krossinn áfram annast rekstur sjúkrabíla, viðhald og innkaup gegn árlegu fjárframlagi af hálfu ríkisins. Fyrirliggjandi samningur rann út í lok árs 2015 og hefur endurnýjun sjúkrabílaflotans tafist frá þeim tíma.

 

Í kjölfar samkomulagsins sem gildir til loka árs 2022 verður tafarlaust ráðist í kaup á 25 nýjum sjúkrabifreiðum samkvæmt útboði sem nú stendur yfir og vænta má þess að fyrstu bílarnir verði teknir í notkun á árinu 2020. Reiknað er með að stærsti hluti bílaflotans verði endurnýjaður á samningstímanum. 

Lesa meira

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica