Um okkur
Hlutverk Sjúkratrygginga Íslands
Að tryggja réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu.
Framtíðarsýn Sjúkratrygginga Íslands
Sjúkratryggingar Íslands eru traust stofnun sem
- stuðlar að bættum lífsgæðum með aðgengi að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu
- stuðlar að því að hámarka virði heilbrigðisþjónustu
- er eftirsóknarverður vinnustaður
Gildi Sjúkratrygginga Íslands
Virðing
Við berum hag viðskiptavina fyrir brjósti
Við berum virðingu fyrir samstarfsmönnum og verkefnum okkar og leggjum okkur fram um að vinna sem liðsheild
Fagmennska
Við beitum öguðum vinnubrögðum sem endurspeglast í traustri þjónustu
Við byggjum upp og nýtum þekkingu okkar til að veita þjónustu sem einkennist af sanngirni, jafnræði og gegnsæi
Framsækni
Við leitum sífellt leiða til að gera betur og vinnum markvisst með hugmyndir að umbótum
Við lítum á áskoranir sem tækifæri og erum jákvæð gagnvart breytingum
Svona lítur merkið út samsett: